22.12.10

BaBaBaBaBaBaBað!

Loksins hef ég lokið við og skilað ritgerð sem ég hef haft yfir mér síðastliðin mánuð. Vegna anna, prófa, veikinda, vinnu og leti hef ég ekki komið mér í að klára hana og voila tók ekki nema 2 daga.

Í tilefni þessa ætla ég að halla mér aftur og ímynda mér freyðibað...

... helst á fótum

 með slakandi lavenderfreyðibaði frá L'occitane

Ekki myndi spilla æðislegur olive-hármaskinn sem gerir hárið undurfagurt og heilbrigt. Og að sjálfsögðu slakandi ilmkertið.
Himneskt!

Ekki nóg með að vera ekki með baðkar þá er raunin sú að lagnirnar í húsinu eru í fokki og lítið sem ekkert vatn kemur úr sturtunni. Annars hefði almond shower oil frá L'occitane verið mjög næs núna.

p.s. ég þrái bað!





Engin ummæli:

Skrifa ummæli